16.12.1983
Neðri deild: 30. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1961 í B-deild Alþingistíðinda. (1691)

Um þingsköp

Forseti (Ingvar Gíslason):

Forseti hefur haft fulla fyrirætlun um að beita sér fyrir því að fundur um þessi mál yrði haldinn í sjútvn. En eins og þetta mál hefur farið í dag, að það hefur tvisvar sinnum orðið að fresta því að sjútvn. kæmi saman, finnst mér sem forseta heldur óeðlilegt að fara að kveðja til fundarins nú, persónulega finnst mér það. En ég verð auðvitað að sætta mig við það, úr því að búið er að ákveða að sjútvn. komi saman klukkan 12, og ég mun mæta þar sem nm.

En ætlun forseta var að halda umr. um málið áfram á þessum fundi. Ég vil benda á að sú venja hefur reyndar yfirleitt verið í sambandi við beiðnir af þessu tagi að n. kæmi saman við 3. umr. þegar 2. umr. er lokið, þannig að nefndarfundir geti farið fram á milli umr. og menn geti þá jafnvel frestað brtt. sínum eða kallað þær aftur til 3. umr. Ég held að það væri ákaflega óheppilegt, vegna þess í hvað mikilli tímaþröng þingið er að verða, að þurfa nú að láta af með það að ljúka þessari umr. í kvöld. Það eru ekki mjög margir menn á mælendaskrá og þetta mál hefur verið rætt ákaflega mikið.

Nú hefur verið boðaður fundur í sjútvn. og þess vegna er mér nauðsyn að fresta fundinum, en til fundar verður aftur boðað þegar klukkuna vanfar 20 mínútur í eitt. — [Fundarhlé.]