16.12.1983
Neðri deild: 30. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 1981 í B-deild Alþingistíðinda. (1701)

143. mál, veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands

Ólafur Ragnar Grímsson:

Herra forseti. Því miður hefur forsetinn ekki svarað mínum spurningum. Það er að vísu rétt að almennt er stefnt að því að jólaleyfi þm. hefjist í næstu viku skv. venju. Það eru engar fréttir fyrir þm. Ég spurði hver hefði krafist þess að þessari umr. yrði haldið áfram fram eftir nóttu. Eða vill enginn kannast við það? Hefur kannske enginn krafist þess? Ef enginn hefur krafist þess er atveg óþarfi að vera að því. Enga nauðsyn ber til að halda þessari umr. áfram og slá algert met í störfum deildarinnar að nóttu til ef enginn hefur farið fram á það, þannig að æskilegt er að þeim spurningum verði svarað. Að lokum spurði ég einnig hvort orðið yrði við þeirri ósk að ná í hæstv. forsrh. Ef þetta ríkisstj.- frv. er svo mikilvægt og merkilegt að það skuli ræðast hér hefur hæstv. forsrh. væntanlega ekki neinum öðrum merkilegri hnöppum að hneppa en að vera hér og gegna sinni þingskyldu hvað það snertir.