17.12.1983
Efri deild: 36. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2055 í B-deild Alþingistíðinda. (1750)

50. mál, tímabundið vörugjald

Árni Johnsen:

Virðulegi forseti. Ég er fyllilega sammála þeim sjónarmiðum sem koma fram í máli hv. þm. Eyjólfs Konráðs Jónssonar. Þau eru skynsamleg og rökföst og það þarf að skapa svigrúm til að hrinda þeim fram. En ég tel yfirlýsingu fjmrh. vera samhljóða og kemur ekki á óvart því líklega hefur enginn maður sem á Alþingi situr nú barist eins gegn þessum sköttum. Ég tel því ástæðulaust að samþykkja brtt.