17.12.1983
Neðri deild: 31. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2060 í B-deild Alþingistíðinda. (1769)

143. mál, veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands

Ólafur Ragnar Grímsson:

Herra forseti. Hér er verið að greiða atkv. um hvort festa eigi í lög að Íslendingar, þjóðin öll, eigi þær auðlindir sem hafið kringum landið markar. Það er undarlegt að nú þegar í þessari atkvgr. skuli þm. segja nei við þessari lagagr. Það eru vissulega mikil tíðindi að hér á Alþingi skuli vera menn sem hafni því að þjóðin eigi þennan rétt. Ég segi já.