17.12.1983
Neðri deild: 31. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2061 í B-deild Alþingistíðinda. (1779)

143. mál, veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Ég vil vekja á því athygli að hér hefur komið fram till. um hvernig haga beri atkvgr. um þetta mál og er hún ekki frá flm. till. Mér er þess vegna ekki ljóst hvort það er nokkur einasti maður í salnum sem vill að 10. gr. hljóði svo: „Hafa skal samráð við sjávarútvegsnefndir Alþingis um framkvæmd á ákvæðum greinar þessarar“ o.s.frv. Ég tel að það liggi í hlutarins eðli að að sjálfsögðu er þetta fallið nema fram komi ósk frá flm. um að þeir líti svo á að þeir séu sáttir við að greinin hafi aðeins þetta innihald.