17.12.1983
Neðri deild: 31. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2063 í B-deild Alþingistíðinda. (1789)

143. mál, veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands

Jón Baldvin Hannibalsson:

Herra forseti. Þar sem hæstv. sjútvrh. og ríkisstj. hafa ekki treyst sér til að gera Alþingi grein fyrir grundvallarreglum þeirrar fiskveiðistefnu sem þau hyggjast móta í krafti þessarar lagagreinar á næsta ári er þess væntanlega ekki að vænta að Alþingi geti við þær kringumstæður framselt í hendur ráðh. allsherjarvald um þau mál, burtséð frá því hvaða ágreiningur kann að vera um leiðir. Þess vegna segi ég nei.