17.12.1983
Neðri deild: 31. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2065 í B-deild Alþingistíðinda. (1797)

143. mál, veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands

Pétur Sigurðsson:

Herra forseti. Í fskj. með frv. er þess getið og skýrt tekið fram að sjútvrh. skipi nefnd eftir tilnefningu hagsmunaaðila til þess að fylgjast með framkvæmd kvótakerfisins, sama kvótakerfis og fyrirhugað er að taka upp samkv. þessu frv. eða í kjölfar þess. Í 1. gr. þessa frv. segir að það eigi að hafa samráð við sjávarútvegsnefndir Alþingis. Það er eitt af frumskilyrðum sjávarútvegsnefnda Alþingis að kalla til hagsmunaaðila og hlusta á aths. þeirra ef einhverjar eru. Ég tel því þessa till. óþarfa og segi nei.