25.10.1983
Sameinað þing: 7. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 240 í B-deild Alþingistíðinda. (183)

20. mál, hjartaskurðlækningar á Landspítalanum

Stefán Benediktsson:

Herra forseti. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum á undanförnum dögum þá knýja hjartaskurðlæknar sjálfir mjög á um að þessari þjónustu verði komið á hér við Landspítalann og við megum nú trúlega vera þess fullviss að þeim gengur gott eitt til og hugsa þar líklega ekki síst einmitt til þess mannlega þáttar sem hér hefur verið á minnst.

Frá þessum mönnum hefur borist bréf til þm. og mig langar af þessu tilefni að spyrja hæstv. heilbrrh. hvort hann lýsi þessa félagsmenn Hjartasjúkdómafétags íslenskra lækna ósannindamenn því að samkv. ályktun þess, framkominni í bréfi frá fétagi þeirra dags. 24. okt. 1983, segir, með leyfi forseta: „Engin rök, hvorki efnahagsleg, læknisfræðileg né félagsleg mæla með því að kaupa lengur þjónustu á sviði kransæðaskurðlækninga í öðrum löndum.“ Annars staðar í þessu sama áliti segir: „Aðeins herslumun og tiltölulega lágar fjárhæðir“ – ég endurtek lágar fjárhæðir — „þarf til að hleypa kransæðaskurðlækningum af stokkunum hér á landi.“

Bréf þetta er undirritað af Kristjáni Eyjólfssyni og Guðmundi Þorgeirssyni. Ég vildi gjarnan fá að heyra álit hæstv. heilbrrh. á ályktun þessara góðu manna.