19.12.1983
Neðri deild: 33. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2147 í B-deild Alþingistíðinda. (1839)

147. mál, skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði

Fjmrh. (Albert Guðmundsson):

Virðulegi forseti. Ég taldi ekki ástæðu til að tefja þennan fund með því að svara spurningu sem þegar er svarað í aths. við þetta frv., en ég ætla þó að leyfa mér að lesa það, fer þar í miðja aths., en þar stendur:

„Í frv. til fjárl. fyrir árið 1984 er gert ráð fyrir að framhald verði á skattlagningu þessari. Af þeim sökum er frv. þetta lagt fram og er það efnislega shlj. lögum nr. 20/1983. Þó er lagt til að skattahluttallið lækki úr 1.4% í 1.1%, en vegna minnkandi verðbólgu er það gert til að koma í veg fyrir að skattbyrði aukist milli ára.“

Þetta er svarið sem virðulegur þm. óskaði eftir að fá. Það er sem sagt prentað í aths.