19.12.1983
Neðri deild: 33. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2156 í B-deild Alþingistíðinda. (1859)

Um þingsköp

Forseti (Ingvar Gíslason):

Ég vil beina því til hv. þm. sem kvatt hafa sér hljóðs um þingsköp, að ég held að það væri skynsamlegra að þingflokksformenn ræddu þessi mál við forseta og þeir gætu gengið frá því og metið stöðuna varðandi þetta mál. En enn hafa þrír kvatt sér hljóðs og ég bið þá um og ítreka það að þeir tali mjög stutt. Hv. 3. þm. Norðurl. e. tekur nú til máls um þingsköp, en þessum umr. er þá lokið eftir að ég hef gefið þeim tveimur öðrum sem enn eru á mælendaskrá orðið.