19.12.1983
Neðri deild: 33. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2156 í B-deild Alþingistíðinda. (1860)

Um þingsköp

Stefán Valgeirsson:

Herra forseti. Ég vil nú ítreka þær spurningar sem komu fram frá hv. þm. Karvel Pálmasyni: Hvað hefur verið gert til þess að standa við það, sem er í grg., að jafna aðstöðumuninn í þjóðfélaginu um leið og þessi stjórnarskrárbreyting á sér stað? Liggi það ekki á borðinu verða áreiðanlega langar umr. um þetta mál áður en verður gengið frá því. Alþb. getur ekki skotið sér undan því að það var aðili að þessari grg., að þessu samkomulagi, og það má alveg eins spyrja Alþb.menn að því og hverja aðra. (ÓRG: Hefur forsrh. verið spurður?)