19.12.1983
Neðri deild: 36. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2235 í B-deild Alþingistíðinda. (1908)

161. mál, málefni aldraðra

Heilbr.- og trmrh. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Ég skýrði það nú nákvæmlega hér áðan að skv. skilningi mínum á þessari grein væri um það að ræða að á móti því framlagi sem ríkissjóður veitir á fjárlögum, 15 millj. kr., kæmu 15 millj. af hinum markaða tekjustofni. Alls yrði fjárhæðin því 30 millj. kr. Ég skal fúslega játa að það orðalag eða svipað og hv. þm. las hér upp er gleggra og meira í samræmi við aths. við lagafrv.

Frv. er samið í ákaflega miklum flýti og lagt fram fyrir helgina. Það eina sem ég hef að athuga við þessa breytingu er að þá þarf frv. að fara aftur til Ed. og þarf þá að vera tryggt að Ed. hafi ekki lokið störfum, því þá dagar frv. uppi. En þó frv. sé þannig orðað þá kemur það bæði fram í aths. og sömuleiðis í þeim orðum sem ég viðhafði áðan að hér er tvímælalaust um að ræða 15+15 millj. eða 30 millj. til sjúkradeilda, svo að frá því verður ekki vikið. Og jafnframt með þeim aths. og fyrirvörum sem ég gerði. Ef heilbr.- og trn. þessarar hv. deildar getur tryggt það að frv. fari þannig breytt í gegnum eina umr. í Ed., þá set ég mig ekki uppi á móti þessari breytingu. En framkvæmdin verður með alveg sama hætti, ég er alveg öruggur um það; enda er það alveg skýrt og skorinorðað hér.