20.12.1983
Efri deild: 43. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2246 í B-deild Alþingistíðinda. (1955)

Þingfrestun

Eiður Guðnason:

Virðulegi forseti. Fyrir hönd okkar dm. vil ég þakka forseta góðar óskir í okkar garð. Sömuleiðis vil ég fyrir hönd okkar allra þakka forseta fyrir röggsama og réttláta fundarstjórn það sem af er þessu þingi og óska honum og fjölskyldu hans gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Ég vil enn fremur nota þetta tækifæri til að óska starfsfólki þingsins öllu og fjölskyldum þess gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Vil ég biðja ykkur, hv. þdm., að staðfesta þessar óskir með því að rísa úr sætum. — [Þm. risu úr sætum.]