11.10.1983
Neðri deild: 1. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 15 í B-deild Alþingistíðinda. (20)

Kosning forseta og skrifara

Forseti (Ingvar Gíslason):

Ég þakka þá sæmd sem hv. þdm. hafa sýnt mér. Ég vænti þess að milli mín og hv. þdm. ríki gott samstarf á þessu þingi.

Fyrri varaforseti var kosinn Jóhanna Sigurðardóttir, 2. landsk. þm., með 35 atkv. — Birgir Ísl. Gunnarsson, 4. þm. Reykv., hlaut 1 atkv., Karvel Pálmason, 3. þm. Vestf., hlaut 1 atkv.

Annar varaforseti var kosinn Birgir Ísl. Gunnarsson, 4. þm. Reykv., með 34 atkv. — Eggert Haukdal, 6. þm. Suðurl., hlaut 1 atkv., Pétur Sigurðsson, 12. þm. Reykv., hlaut 1 atkv. 2 seðlar voru auðir og 1 ógildur.