24.01.1984
Sameinað þing: 38. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2317 í B-deild Alþingistíðinda. (2039)

Umræður utan dagskrár

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Ég vil taka það fram að það er ekkert ósæmilegt við það að fylgja þingsköpum.

Hv. 3. þm. Reykv. lét orð falla að því að það hefði átt að fresta þessum umr. af því, að því er helst varð skilið, að hann gæti ekki talað lengi hér í kvöld. Ég vil vekja athygli hv. þm. á því að að hefði engu breytt. Það hefði ekki breytt þingsköpum þó að við hefðum frestað þessum umr. vegna þess að hv. þm. hefði ekki mátt gera nema örstutta aths. samkv. þingsköpum. (SvG: Þá kem ég bara aftur á fimmtudaginn, forseti.) Það hefur aldrei hvarflað að forseta að það yrði bundinn endi á ræðuhöld hv. 3. þm. Reykv., en ég treysti því og þykist reyndar vita að hv. þm. vilji hlýða þingsköpum eins og okkur öllum ber að gera.

Það eru aðeins tveir menn enn á mælendaskrá og ég tel að það sé einsýnt að við ljúkum þessari umr. nú.