30.01.1984
Efri deild: 45. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2429 í B-deild Alþingistíðinda. (2133)

154. mál, stjórnarskipunarlög

Stefán Benediktsson:

Aðeins örstutt vegna greinargóðra svara hæstv. forsrh. En þá tel ég líka augljóst mál að núv. ríkisstj. leggur í raun og veru ekki mikið upp úr því hvorum megin hryggjar þetta mál liggur, þar sem hún telur sér, að því er ég fæ best séð af svörum hæstv. forsrh., fært að sitja eftir að búið er að samþykkja annars konar grundvöll að skipan þessarar ríkisstj. heldur en nú er.