06.02.1984
Efri deild: 47. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2576 í B-deild Alþingistíðinda. (2249)

153. mál, höfundalög

Eiður Guðnason:

Virðulegi forseti. Það er sem sagt ljóst að þó að hæstv. fjmrh. segist ætla að segja af sér ber ekki að taka það mjög bókstaflega. Hann segist ætla að segja af sér ef það verða lagðir á nýir skattar, en hann segist ekki ætla að segja af sér þótt að lögð séu á ný gjöld.

Hæstv. fjmrh. lækkaði á s.l. hausti aðflutningsgjöld af hljómplötum og myndböndum, en nú á að hækka það allt saman aftur. Nú á að gera almenningi að greiða enn þá fleiri krónur fyrir þessa hluti, gera þá enn þá dýrari en þeir eru í löndunum í kringum okkur, láta bilið breikka enn þá meira.

Hæstv. fjmrh. segir okkur annan daginn að nú ætli hann að segja af sér ef það verða hækkaðir skattar. Svo segir hann okkur hinn daginn að það beri ekki að taka allt of bókstaflega. Ég held að það sé rétt að menn íhugi þessar yfirlýsingar.