26.10.1983
Efri deild: 9. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 286 í B-deild Alþingistíðinda. (225)

8. mál, ráðstafanir í sjávarútvegsmálum

Fjmrh. (Albert Guðmundsson):

Virðulegi forseti. Ég skal reyna að svara hv. 8. þm. Reykv. Till. um fjárveitingar á árinu 1984 má lesa í fjárlagafrv. Í þeim er ekki gert ráð fyrir sérstakri aðstoð við sjávarútveg vegna rekstrarfjárvanda. Ég hef ekki í hyggju að flytja brtt. við frv. sem miði að því að auka útgjöld ríkissjóðs til styrktar sjávarútveginum. Ég tel að það sé ekki á mínu færi að grípa til neinna ívilnandi aðgerða á vegum ríkissjóðs umfram það sem Alþingi veitir mér umboð til að gera og ég tel að þjóni hagsmunum ríkissjóðs hverju sinni.