07.02.1984
Sameinað þing: 44. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2615 í B-deild Alþingistíðinda. (2286)

146. mál, umhverfismál

Fyrirspyrjandi (Guðmundur Einarsson):

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. sjútvrh. svör hans. Ég vona að boðað frv. um selveiði verði lagt fram hið fyrsta á þessu þingi. Ég held að mjög mikilvægt sé að ná þessum málum undir þannig stjórn að allir aðilar sem um þetta hafa fjallað megi við una. Framkvæmd þessa máls hefur alls ekki verið viðunandi á undanförnum árum og þær aðgerðir sem hafa verið viðhafðar til fækkunar sela hafa að mínu mati ekki byggst á þeim vísindalegu gögnum né þeirri sátt við almenning í þessu landi sem nauðsynleg er. Ég held að ekki væri ráðlegt að við ættum eftir að upptifa mörg sumur af þeim aðgerðum sem undanfarið hafa sést.