07.02.1984
Sameinað þing: 44. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2616 í B-deild Alþingistíðinda. (2291)

146. mál, umhverfismál

Fyrirspyrjandi (Guðmundur Einarsson):

Herra forseti. Ég ætla að gera örstutta athugasemd. Ég vil eindregið hvetja þm. til að kynna sér þá skýrslu Náttúruverndarráðs sem var gefin út og birtist í Morgunblaðinu þann 21. jan. s.l. Þar er á ágætan hátt lýst því helsta sem menn vita um lífsferil þessarar skepnu. Þar er svarað ýmsum spurningum sem hér hafa komið fram en þar eru líka á mjög ákveðinn mála dregnar í efa þær vísindalegu forsendur sem þessi selafækkunarstefna eins og henni er framfylgt núna stendur á.