08.02.1984
Neðri deild: 44. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2738 í B-deild Alþingistíðinda. (2351)

Umræður utan dagskrár

Friðrik Sophusson:

Herra forseti. Vegna ummæla hv. síðasta ræðumanns vil ég taka fram að það varð að samkomulagi fyrir jól að afgreiða þann þátt skattalagafrv. sem nauðsynlegur var til þess að hægt væri að fylgja fram reglum um álagningu og framtal eins og gert hefur verið undanfarin ár. Það er síður en svo einsdæmi nú að skattalagabreytingar hafi ekki legið fyrir þegar framtalsfresti hefur lokið og á það ekki að koma að sök, enda er ljóst að stefna ríkisstj. liggur fyrir og fjárl. hafa verið samþ. Í fjárl. er getið um það hvaða tekjur ríkissjóður ætlar sér af þessum sökum. Þetta vil ég að fram komi því að eðlilegt er að hv. síðasti ræðumaður þekki ekki forsögu málsins, enda átti hann ekki sæti á Alþingi fyrir jól.