14.02.1984
Sameinað þing: 48. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2808 í B-deild Alþingistíðinda. (2431)

417. mál, skýrsla Stefáns Jónssonar til utanrríkisráðherra

Ragnar Arnalds:

Herra forseti. Hér er komið til umræðu mjög óvenjulegt og sérstætt njósnamál. Trúnaðarskjöl hverfa úr ákveðnu rn., að því er talið er, og birtast síðan í einu víðlesnasta dagblaði landsins. Það vill svo sérkennilega til í þessu máli, og það er nú m.a. þess vegna sem ég stend hér upp, að ráðh. sem er yfir þessu rn. heitir Geir Hallgrímsson, hv. þm. Reykvíkinga. En formaður útgáfustjórnarinnar, sem gefur út blaðið þar sem trúnaðarmálið birtist, heitir sama nafni, Geir Hallgrímsson. Ég stend hér upp til þess að spyrja hæstv. utanrrh. hvort hann hafi haft formann útgáfufélagsins með sér í ráðum og farið eftir ráðleggingum hans þegar hann tók þá ákvörðun að láta þetta mál kyrrt liggja.