15.02.1984
Neðri deild: 47. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2883 í B-deild Alþingistíðinda. (2513)

129. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Fjmrh. (Albert Guðmundsson):

Herra forseti. Ég held að þm. sem hafa setið fleiri þing en þetta þekki þær till. sem við Guðmundur J. Guðmundsson höfum flutt í þágu elli- og örorkuþega. Ætla ég ekki að telja þær upp. En þær eru í þeim anda sem nú hefur komið fram í ósk hv. næstsíðasta ræðumanns. Ég má því sleppa billega út úr þessum vanda. Ég mun taka til athugunar óskir hans um að fella niður fyrirframgreiðslurnar. Reglugerðarbreytingu þarf til, en hún er eflaust á valdi fjmrh. Ég mun taka þetta til athugunar með jákvæðu hugarfari.