15.02.1984
Neðri deild: 47. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2884 í B-deild Alþingistíðinda. (2515)

129. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Ólafur Ragnar Grímsson:

Herra forseti. Eins og fram hefur komið í þessum umr. hefur verið lögð áhersla á það af hálfu Alþb. að fram komi skýrt að heimilt sé að birta skattskrá um leið og einstaklingum er kynnt álagningin. Mér fannst svar hæstv. fjmrh. vera nokkuð loðið þegar hann gaf svar við þeirri fsp. sem hv. þm. Guðrún Helgadóttir lagði fram. Væri þess vegna æskilegt, áður en þessari umr. lýkur, að fá skýr svör við því frá hæstv. fjmrh. hvort að hann styður þá brtt. sem hv. þm. Svavar Gestsson og Sighvatur Björgvinsson hafa lagt fram svo að það liggi alveg ljóst fyrir áður en þessari umr. lýkur í ljósi þeirra góðu undirtekta sem virtust vera í ræðu hæstv. ráðh. hvort það er ekki rétt skilið að hann styðji brtt.