20.02.1984
Neðri deild: 49. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 2992 í B-deild Alþingistíðinda. (2580)

196. mál, lausaskuldir bænda

Forseti (Ingvar Gíslason):

Vegna orða hv. 3. þm. Vestf. með tilvísuninni í 69. gr. þingskapalaga vil ég sem forseti beina því almennt til hv. þdm., allra, að þeir reyni að komast hjá því að særa félaga sína hér í deild með orðum og ummælum. Hins vegar vona ég að hv. 3. þm. Vestf. og hv. 3. þm. Norðurl. e. jafni þetta mál sín á milli án þess að nokkrar vítur þurfi að koma til frá forseta.