21.02.1984
Sameinað þing: 54. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3017 í B-deild Alþingistíðinda. (2614)

106. mál, landnýtingaráætlun

Flm. (Davíð Aðalsteinsson):

Herra forseti. Það er alls ekki ástæða til að lengja þessar umr. Ég vil ekki láta hjá líða að þakka góðar undirtektir sem fram koma nú ekkert síður en fyrr.

Það er rétt hjá hv. þm., sem hér hafa mælt, að tillögur hafa verið fluttar í þinginu sem eiga skyldleika við þessa. Það ber vott um að margir hafa hugsað um þetta mál og flutt tillögur sem eiga skyldleika við þá sem hér er verið að fjalla um.

Við fyrri málsmeðferð hef ég jafnan verið bjartsýnn um að tillagan yrði afgreidd. Nú held ég að ég sé fullkom­lega sannfærður um að svo verði. Ég veit að það verða fleiri en hv. þm. sem hér tóku til máls tilbúnir að leggja þar hönd á plóginn.