22.02.1984
Efri deild: 54. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3063 í B-deild Alþingistíðinda. (2669)

126. mál, skipun prestakalla

Frsm. (Davíð Aðalsteinsson):

Virðulegi forseti. Menntmn. hefur haft þetta mál til umfjöllunar og mælir með afgreiðslu þess eins og fram kemur í nál. Allir hv. nm. rita undir nál.

Það er ekki ástæða til að fara mörgum orðum um þetta frv. um breytingu á lögum nr. 35 9. maí 1970, um skipun prestakalla og prófastsdæma og um Kristnisjóð. Í 1. gr. er gert ráð fyrir því, að annað prestsembættið í Vestmannaeyjum verði lagt niður en í stað þess komi ein breyting í 2. mgr. 6. gr. laganna, þar sem gert er ráð fyrir heimild til að ráða tvo prestvígða menn til starfa.

Gildistökugrein frv. er ekki með þeim hætti að eðlilegt sé og því miður láðist okkur að breyta því við umfjöllun menntmn. Í 3. gr. er gert ráð fyrir að lögin taki gildi 1. jan. Sá 1. jan. er nú þegar liðinn. Vil ég því leyfa mér að flytja hér skriflega brtt. þar sem segir: „Lög þessi öðlast þegar gildi.“

Ég leyfi mér þá, virðulegi forseti, að leggja þessa skriflegu brtt. hér fram.