22.02.1984
Neðri deild: 50. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3092 í B-deild Alþingistíðinda. (2689)

159. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Þorsteinn Pálsson:

Herra forseti. Í umr. um þetta dagskrármál hefur verið dregið fram það sem gerst hefur á sviði kjaramála síðustu dægur. Ég tel ekki óeðlilegt að menn hafi áhuga á því að ræða þau málefni á hinu háa Alþingi. Hins vegar tel ég rétt að undir þessum dagskrárlið ræðum við skattamál en ekki kjara­mál. Ég legg því til að við ræðum um kjaramál utan dagskrár í Sþ. á morgun. Ég er fyrir mitt leyti reiðubú­inn að svara þá á þeim vettvangi þeim fsp., sem til mín hefur verið varpað í þessari umr. um þau efni. En ég legg til að við höldum áfram umr. um þetta dagskrármál og ræðum það en ekki kjaramálin. Ég tel eðlilegt og rétt að við höfum þennan hátt á umr. og legg þetta þess vegna til fyrir mitt leyti.