27.02.1984
Sameinað þing: 57. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3193 í B-deild Alþingistíðinda. (2748)

Rannsókn kjörbréfs

Frsm. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Kjör­bréfanefnd hefur kannað kjörbréf fyrir Sturlu Böðvars­son, sveitarstjóra í Stykkishólmi, en hann er 1. varaþm. Sjálfstfl. í Vesturl., en eftir því er óskað að hann taki nú um sinn sæti hv. þm. Friðjóns Þórðarsonar á Alþingi. Kjörbréfanefnd hefur ekkert fundið athugavert við þetta kjörbréf og leggur til að það verði samþykkt.

Þá hefur og kjörbréfanefnd athugað kjörbréf fyrir Sverri Sveinsson, Siglufirði, sem er 1. varaþm. Framsfl. í Norðurl. v., en eftir því er óskað að hann taki sæti hv. þm. Páls Péturssonar sem er fjarverandi um sinn. Kjörbréfanefnd hefur ekkert fundið athugavert við kjörbréf Sverris Sveinssonar og leggur til að það verði samþykkt.