27.02.1984
Efri deild: 55. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3212 í B-deild Alþingistíðinda. (2764)

197. mál, virðisaukaskattur

Fjmrh. (Albert Guðmundsson):

Virðulegi forseti. Vegna fsp. hv. 6. landsk. þm. til mín um hvort rætt hafi verið um að leggja niður tekjuskatt þegar frv. það til virðisaukaskatts sem hér liggur fyrir var í smíðum, þá held ég að það hafi ekki verið rætt í þessu samhengi. Hitt er annað mál, að ef fjh.- og viðskn. getur komið með hugmyndir, sem gera okkur sjálfstæðismönnum kleift að standa við kosningaloforð okkar um að leggja niður tekjuskatt sem fyrst, þá fagna ég því. Það er verið að kanna hvaða leiðir við getum farið til þess að leggja niður tekjuskatt í áföngum. Spurningin var um það hvort það hefði verið kannað í þessu samhengi, við samningu þessa virðisaukaskattsfrv. En það var ekki gert svo ég viti til.