31.10.1983
Sameinað þing: 10. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 417 í B-deild Alþingistíðinda. (281)

Rannsókn kjörbréfs

Frsm. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur komið saman á fund og kannað kjörbréf fyrir Jón Kristjánsson félagsmálafulltrúa á Egilsstöðum, sem er 1. varaþm. Framsfl. í Austurlandskjördæmi, en það er óskað eftir að hann taki sæti nú á Alþingi. Kjörbréfanefnd hefur ekki fundið neitt athugavert við kosningu Jóns Kristjánssonar né við kjörbréf hans. Leggur hún því einróma til að kjörbréfið verði samþykkt.