29.02.1984
Neðri deild: 53. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3289 í B-deild Alþingistíðinda. (2832)

31. mál, kosningar til Alþingis

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Út af ummælum hv. 5. þm. Vestf. þá er það rétt að ég lagðist á sínum tíma gegn því fyrir mitt leyti að greiddar yrðu mismunandi vísitölubætur eftir landshlutum. Ég hef aldrei talið að slíkt gæti komið til greina. Hins vegar var ég þá og er enn þeirrar skoðunar að það eigi að hafa dýrtíðaruppbætur í landinu. Hv. þm. styður hins vegar ríkisstj. sem hefur bannað með lögum alla vísitölu í tvö ár, ekki aðeins fyrir landshluta og byggðarlög, heldur fyrir landið allt.