06.03.1984
Sameinað þing: 61. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3398 í B-deild Alþingistíðinda. (2924)

425. mál, afdrif nauðgunarmála

Fyrirspyrjandi (Kristín Halldórsdóttir):

Herra forseti. Ég þakka dómsmrh. svör hans. Ég vil ítreka það sem ég sagði hér áðan, að viðhorf samfélagsins ráða miklu um það að konur treysta sér oftast ekki til að kæra nauðgunarbrot. Ég er ekki þeirrar skoðunar að þörf sé breytinga á hegningarlögunum hvað þessi mál varðar. Þau eru að flestu leyti góð og gild, þótt 44 ára séu.

Hins vegar er ég sannfærð um að bæta má aðstöðu brotaþola til muna. Að því verður að vinna og í þeim tilgangi hef ég í hyggju að leggja fram þáltill. varðandi þetta mál.