08.03.1984
Sameinað þing: 63. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3526 í B-deild Alþingistíðinda. (3018)

378. mál, ríkisfjármál 1983

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Ég vil vekja athygli á því, sem er í raun og veru óþarft, að hér er ekki leikhús. Þeir sem halda það ber ekki að vera hér. Það er bannað að klappa.

Það var ætlunin að reyna að ljúka þessum umr. nú senn. Ég segi senn vegna þess að þingheimi er boðið í leikhús í kvöld og starfsfólki líka svo að það eru takmörk fyrir því hvað við getum verið lengi hér í kvöld. Ég vildi að mönnum væri þetta ljóst. En það er ekki verið að takmarka umr. Ef umr. dragast á langinn eða menn kveðja sér hljóðs umfram þá tvo sem nú eru á mælendaskrá, þá getur komið til greina að við þurfum að fresta umr. Ég vildi bara að menn vissu hvernig staðan er. Ef við ætlum að ljúka umr. núna, þá höfum við aðeins nokkrar mínútur.

Það skal enn fremur tekið fram að ætlunin er að taka fyrir eitt mál á dagskrá að lokinni þessari umr. Það verður framsaga, sem ekki fer fram úr tíu mínútum, fyrir einu máli vegna þm. sem er að hverfa af þingi.