12.03.1984
Efri deild: 59. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3634 í B-deild Alþingistíðinda. (3029)

240. mál, ábyrgð á láni fyrir Arnarflug

Fjmrh. (Albert Guðmundsson):

Virðulegi forseti. Eins og ég gat um í framsögu með frv. kemur fram að rekstraráætlanir þær sem hv. 8. þm. Reykv. fer fram á að hv. fjh.- og viðskn. fái til athugunar eru þegar komnar til samgrn., það eru þær upplýsingar sem ég hef, og ég skal óska eftir því að nefndin fái þær áætlanir í hendur. Annars er hér aðeins um heimild að ræða. Að sjálfsögðu verður sú heimild ekki notuð nema tryggt sé að öll veð séu í lagi á þann hátt sem ríkisábyrgðasjóður gerir kröfu til.