13.03.1984
Sameinað þing: 64. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3689 í B-deild Alþingistíðinda. (3107)

Um þingsköp

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Það skal tekið fram að það gætir nokkurs misskilnings í því sem hv. 5. landsk. þm. sagði. Hann ætlaði að ekki væri hægt fyrir þm. að tala utan dagskrár nema ráðh. tækju til máls, ráðh. gæti haft það í hendi sinni að hindra slíkt. Það sem hér er nú um að ræða og venjulega er um að ræða þegar umr. eru utan dagskrár er að óskað er svars við spurningu frá ákveðnum ráðh. Þegar það liggur fyrir að sá ráðh. er ekki reiðubúinn að svara hefur verið litið svo á að tilgangslaust væri og ekki ástæða til að taka slíkt mál til umr. utan dagskrár.

Í framkvæmd hefur verið mjög gott samkomulag um þessi efni og engir árekstrar. En það er ekki forseta að kveða á um það hvort ráðh. telur sér fært að svara fsp. utan dagskrár eða ekki.