13.03.1984
Sameinað þing: 64. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3693 í B-deild Alþingistíðinda. (3114)

Um þingsköp

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Þegar ráðh. er spurður þá getur ekki orðið af umr. utan dagskrár nema ráðh. svari. Forseti hefur skv. þingsköpum mjög víðtækt vald og hann getur leyft umr. utan dagskrár þó að ráðh. sé ekki spurður. Það verður þó að fara mjög sparlega með þær heimildir. Þær eru sjálfsagðar undir sumum kringumstæðum, en aðeins í undantekningartilfellum. Dæmi eru þess að slíkum heimildum sé beitt, ekki einungis á fyrri þingum, heldur líka á þessu þingi sem við nú sitjum.