31.10.1983
Neðri deild: 9. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 441 í B-deild Alþingistíðinda. (317)

Umræður utan dagskrár

Viðskrh. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Það er út af því sem hér hefur komið fram varðandi störf forseta Sþ. (Gripið fram í: Er það á dagskrá?) Það hefur verið á döfinni í utandagskrárumr. sem hér eru nú. Ef þm. hefur ekki áttað sig á því, þá eru utandagskrárumr. (Gripið fram í.) Það eru hér utandagskrárumr. Ef þm. vill fá orðið biður hann forseta um það og hann gefur honum það að sjálfsögðu, ella hefur sá orðið sem í ræðustólnum er.

Út af innleggi hv. 5. þm. Reykv. í þessari umr., vefengingu á störfum forseta Sþ. frá þeim tíma að Alþingi lýkur störfum og nýjar kosningar hafa farið fram, og hann vék að fordæmum í þeim efnum. Ég vil benda hv. þm. á það, eins og hann sagði, að hér hafa verið fordæmi eða víti til að varast. 1974 var Alþingi rofið hinn 9. maí. Þáv. forseti Sþ. gaf ekki kost á sér aftur. Ég ætla að varpa þeirri spurningu til þm., og veit að hann getur svarað sjálfum sér í sambandi við það: Hver átti fyrir hönd Alþingis að gegna störfum handhafa forsetavalds, ef eitthvað hefði komið fyrir forseta Íslands á tímabitinu frá 10. maí þar til nýr forseti Sþ. var kjörinn?