14.03.1984
Neðri deild: 57. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3766 í B-deild Alþingistíðinda. (3178)

144. mál, lánsfjárlög 1984

Frsm. minni hl. (Kjartan Jóhannsson):

Herra forseti. Það er rétt að hugmyndir eru uppi um að ljúka þessari 2. umr. hér í dag og geta síðan lokið 3. umr. á mánudag. En mér finnst mjög ankannalegt að ráðh. sitji hér að einhverju leyti allan daginn og hengi haus en svari engum þeim spurningum sem fram eru bornar og beri það fyrir sig að þeir vilji gera það við 3. umr. Mér finnst það ákaflega óeðlilegt og verð að beina því til ráðh. að þeir þeirra sem hér eru svari nú þeim spurningum sem til þeirra hefur verið beint. Stundum hafa þeir verið í því að hrista hausinn sem enginn veit hvað þýðir. Ég tel rétt að menn fái nú svör við þeim spurningum sem hér hafa verið fram bornar og hvað þessar haushristingar hafa átt að þýða. Þannig að ég vil beina því til ráðh. að þeir sýni þinginu þá virðingu að þeir geri nú strax við 2. umr. einhverja grein fyrir máli sínu.