15.03.1984
Neðri deild: 58. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3775 í B-deild Alþingistíðinda. (3190)

144. mál, lánsfjárlög 1984

Kjartan Jóhannsson:

Herra forseti. Eins og kunnugt er hefur ríkisstj. sjálf lýst því yfir að lánsfjáröflun í samræmi við þetta frv. standist ekki og skorti um 400 millj. til þess. Þau lánsfjárlög sem hér eru til afgreiðslu eru þess vegna gersamlega óraunhæf að mati ríkisstj. sjálfrar og forsendur lánsfjárlaganna í þessari mynd brostnar. Það er bæði rangt og háskasamlegt að afgreiða lánsfjárlögin í þessari mynd. Það vekur falskar vonir og allar áætlanir verða á röngum forsendum hjá einstökum stofnunum. Það sem nú þarf að gera er að endurskoða áætlunina frá grunni á raunhæfum forsendum og endurmeta alla þætti. Þessu verkefni sínu verður ríkisstj. að sinna. Það er þess vegna ekki nema einn raunhæfur kostur í þeirri stöðu sem hér er uppi. Hann er sá að vísa frv. til ríkisstj. Ég segi já.