15.03.1984
Sameinað þing: 66. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3777 í B-deild Alþingistíðinda. (3198)

2. mál, könnun á raforkuverði á Íslandi

Frsm. (Ólafur Þ. Þórðarson):

Herra forseti. Allshn. hefur fjallað um till. til þál. um könnun á orsökum hins háa raforkuverðs til almennings á Íslandi. Nefndin flytur brtt. við þáltill. og leggur til að hún verði samþykkt þannig:

„1. Alþingi ályktar að fela ríkisstj. að skipa nefnd þriggja óháðra sérfræðinga til að kanna gaumgæfilega orsakir verðmyndunar á raforku til almennings og almenns atvinnurekstrar og gera samanburð á verðmyndun á raforku hérlendis og í nálægum löndum.

Nefndin ljúki störfum fyrir næsta reglulegt Alþingi.

2. Fyrirsögnin orðist svo: Könnun á raforkuverði á Íslandi.“

Fjarverandi afgreiðslu málsins voru Þorsteinn Pálsson og Geir Hallgrímsson.

Orðalagi er fyrst og fremst breytt á þann veg að það verði hlutlausara í túlkun sinni, þar sem segja má að þá fyrst þegar könnunin liggur fyrir og hefur verið framkvæmd er e. t. v. hægt að kveða jafnsterkt að orði og í upphaflegu tillgr. er gert, en Orkustofnun mæltist til þess að orðalag yrði hlutlausara.

Ég þarf ekki að hafa þessi orð fleiri, en vænti þess að þetta verði samþykkt.