15.03.1984
Sameinað þing: 66. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3786 í B-deild Alþingistíðinda. (3206)

2. mál, könnun á raforkuverði á Íslandi

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Það hafa komið fram tilmæli frá hæstv. iðnrh. um að hv. allshn. athugi frekar það mál sem hér er til umr. Það er n. sjálfrar að kveða á um það hvað hún gerir í því efni. En með tilliti til þessa, svo og með tilliti til þess að við erum að ræða dagskrártillögu sem hér kom fram skriflega og of seint en var heimiluð umræða, þ. e. að veita afbrigði, þá þykir ekki rétt að ljúka umr. nú.