19.03.1984
Neðri deild: 59. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3824 í B-deild Alþingistíðinda. (3250)

144. mál, lánsfjárlög 1984

Forsrh. (Steingrímur Hermannsson):

Herra forseti. Hv. þm. Guðmundur Einarsson beindi þeirri spurningu til mín hvort ríkisstj. ábyrgist 1050 millj. kr. til húsnæðismálakerfisins. Ég vísa til þess sem hæstv. fjmrh. og hæstv. félmrh. hafa hér sagt. Ég tel að með samningum við lífeyrissjóði og eftir öðrum leiðum sé tryggt eins vel og frekast er kostur að þetta fjármagn fáist.