19.03.1984
Neðri deild: 59. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3837 í B-deild Alþingistíðinda. (3255)

Um þingsköp

Friðrik Sophusson:

Virðulegi forseti. Ég held að full ástæða sé til að vekja athygli á því að hv. 7. þm. Reykv. talaði fyrr í dag og honum hefur verið svarað. Hafi hann erindi aftur í ræðustólinn er það vegna þeirra svara sem komu fram við fsp. hans. Það er harla óeðlilegt að hann gangi nú fram fyrir skjöldu og heimti svör við fyrirspurnum annarra sem ég trúi að vel geti borið hönd fyrir höfuð sér.