19.03.1984
Efri deild: 66. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3886 í B-deild Alþingistíðinda. (3302)

144. mál, lánsfjárlög 1984

Sigríður Dúna Kristmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að tala um þetta nýuppgötvaða gat upp á 64 millj. heldur gat sem er búið að vera ljóst nokkuð lengi og það er gatið í húsnæðismálunum. Í upphafi ræðu sinnar áðan var það helst að skilja á hæstv. fjmrh. að sennilega væri ekkert gat þar vegna þess að skv. samtali hans við forustumenn tveggja lífeyrissjóða mundi innlend lánsfjáröflun standast. Þetta þykja mér mjög merkilegar fréttir og nú vil ég spyrja hæstv. fjmrh.: Með hvaða rökum töldu þessir heiðursmenn að innlend lánsfjáröflun til húsnæðismála mundi standast?