20.03.1984
Sameinað þing: 67. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3888 í B-deild Alþingistíðinda. (3306)

224. mál, ráðstöfun gegnismunar

Sjútvrh. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Ég taldi rétt að þessum upplýsingum yrði útbýtt skriflega hér til þess að menn gætu áttað sig sem best á því. Ég vildi aðeins vegna orða hv. þm. taka fram að það sem er áætlað óinnkomið í þennan gengismunarsjóð eru 149 millj. kr. og það er eingöngu af skreið. En þótt þessi áætlun liggi hér fyrir er því miður alls ekki víst að þessir fjármunir komi allir inn, því eins og hv. þm. vita hafa verið verulegir söluerfiðleikar á skreið og auk þess mikið verðfall. Ég tel því rétt að bíða með að fullyrða hvað kemur inn í þennan sjóð þar til skreiðin hefur selst. Að öðru leyti skýrir þetta plagg sig sjálft og vænti ég þess að það gefi glöggar upplýsingar um stöðu þessara mála. — [Sjá svar sjútvrh. við fsp. PS um ráðstöfun gengismunar, 3894–3896 dálki.]