20.03.1984
Sameinað þing: 67. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3892 í B-deild Alþingistíðinda. (3315)

224. mál, ráðstöfun gegnismunar

Karvel Pálmason:

Herra forseti. Ég var ekki að ræða við hv. 3. þm. Reykv. um hvað hann hefði flutt af þáltill. sem óbreyttur þm. á þessu þingi. Loforðið var gefið í hans ráðherratíð og þá átti að efna það, þá var tækifæri til þess að standa við það. Ég fagna því hins vegar að hv. þm. hefur nú rankað við sér. Vonandi helst sú viðleitni, sem virðist vera komin upp í hans huga nú til þessa máls svo og fleiri góðra mála, lengur en mér virðist sú viðleitni hafa haldist frá því hann gaf loforðið til þessa dags.