20.03.1984
Sameinað þing: 67. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3929 í B-deild Alþingistíðinda. (3361)

440. mál, endurnýjun bræðslukera

Fyrirspyrjandi (Svavar Gestsson):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. iðnrh. fyrir svarið við fsp. minni. Ég tel að það sé fullnægjandi, þannig að hann muni beita sér fyrir því í viðræðum við Alusuisse að þjónustuverkefni af þessum toga verði í landinu. Ég tel að það þurfi ekki að ganga neitt frekar eftir svörum í þeim efnum.

Enn fremur vil ég fagna því að hæstv. ráðh. skuli hafa komið sér upp þeim skoðunum varðandi skipasmíðar innanlands sem hann gerði grein fyrir áðan og taka undir þau sjónarmið fyrir mitt leyti sem hann kynnti sem sín í svari sínu áðan.