21.03.1984
Neðri deild: 60. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3976 í B-deild Alþingistíðinda. (3399)

210. mál, vísitala framfærslukostnaðar

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. viðskrh. fyrir jákvæða afstöðu hans í þessu máli og vil líta svo á að þau fyrirmæli sem hann ætlar að gefa Hagstofunni hljóti að skoðast sem vinnuvenjur fyrir Hagstofuna þar til hún fengi þá önnur fyrirmæli um að taka upp nýjar vinnuvenjur frá þeim sem þarna eru settar fram.

Ég tek vissulega undir það að æskilegt væri að fá sem fyrst raunhæfa neyslukönnun og er sammála því sjónarmiði hv. 7. þm. Reykv. að það væri mjög æskilegt. Ég tel aftur á móti að miðað við þá jákvæðu afstöðu sem ráðh. hefur hér tekið þá megi vænta góðs af honum í þessum efnum. Ég fagna því að þetta hefur leitt til þeirrar niðurstöðu sem hér blasir við og ég lít svo á að það sé engu lokað með það að reyna sem fyrst að fara af stað í þessum efnum.