21.03.1984
Neðri deild: 61. fundur, 106. löggjafarþing.
Sjá dálk 3998 í B-deild Alþingistíðinda. (3427)

Um þingsköp

Forseti (Ingvar Gíslason):

Ég vil upplýsa að forseta hafa orðið á þau ein mistök í þessu máli að hafa ekki verið hér viðstaddur þegar fundinum var frestað. Varaforseti var þá hér í forsetastóli og mér hafði borist til eyrna, þó alls ekki frá hæstv. varaforseta, að hv. 7. þm. Reykv. hefði ekki lokið máli sínu. Vil ég leiðrétta þetta. En hitt er jafnvíst að hæstv. fjmrh. óskaði eftir því að þessari umr. yrði frestað um sinn á fundinum meðan svo stæði á fyrir honum að hann þyrfti að sinna öðrum störfum. Við höfum nægileg umræðuefni önnur enda ráð fyrir því gert að fundinum verði haldið áfram í kvöld. Ég vona að hv. þingdeild fallist á þá málsmeðferð forseta að veita nú hv. 7. landsk. þm. orðið og síðan verði umr. um 1. dagskrármál frestað og tekið til umr. frv. um breytingu á lausaskuldum bænda í föst lán.